Urðunarstaðir
Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík er rekin af Norðurá bs. sem er byggðasamlag sveitarfélaga í Skagafirði og Austur Húnavatnssýslu. Þjónustusvæði urðunarstaðarins er þó mest allt Norðurland.
Urðunarstaðurinn er byggður í landi Sölvabakka, Blönduósi og byggir á leigusamningi við landeigendur um 30 ha. svæði til urðunar. Starfsemi hófst í ársbyrjun 2011 en þá hafði 290.000 m3 urðunarhólf verið tekið, byggt þjónustuhús og sett 100 tonna bílvog. Starfsleyfi er fyrir urðun allt að 21 þús. tonnum árlega. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgagn og dýrahræ en sá úrgagnsflokkur er urðaður sérstaklega.